Höfundur:
Marinó Máni Mabazza
Marínó Máni Mabazza er útskriftarnemi íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík. Marinó starfar sem núverandi þjálfari hjá Primal Iceland og Mjölni, En hefur einnig unnið með Listaháskóla Íslands, keppnishóp Mudo Gym og meistaraflokki kvenna Fram í handbolta sem fyrirbyggjandi styrktar- og hreyfigetuþjálfari. Marinó nam dans við Listdansskóla Íslands. Hann keppti einnig fyrir hönd Íslands á heimsmeistaramóti í dansi (Dance World Cup) og tryggði fjórða sætið í nútímadansi. Hann hefur komið víða fram á síðustu árum sem atvinnu dansari og leikari þess sem hann hefur sinnt kennslu og þjálfun.
“Ég hef alltaf verið virkur í íþróttum, æfði allt sem krakki. Ég komst á hæstu keppnisstig miðað við aldur í hverri grein sem ég tók þátt í þar á meðal frjálsum, þríþraut, bardagaíþróttum, dans, fimleikum o.s.frv. En endaði á því að sérhæfa mig í dans og fimleikum eftir því sem að tíminn leið. Hinsvegar þegar ég uppgötvaði hreyfigetuþjálfun (movement training) fattaði ég loksins að áhugi minn lá ekki aðeins með einni grein, heldur á hreyfingu í heild sinni.”